Stórsigur á móti Fylki

Stórsigur á móti Fylki

Strákarnir í Selfoss áttu ekki í vandræðum með slakt lið Fylkis á föstudaginn. Selfoss átti mjög góðan fyrri hálfleik og hreinlega valtaði yfir gestina sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í netið. Staðan var t.d. 8-1 fyrir heimamenn þegar fyrri hálfleikurinn var tæplega hálfnaður og hélst sá munur allan leikinn. Staðan í hálfleik var 19-7. Seinni hálfleikurinn var aðeins jafnari enda erfitt að halda einbeitingu á móti liði sem spilar hægan bolta og þegar munurinn á liðunum er svona mikill. Lokatölur urðu 36-20 fyrir Selfoss sem situr áfram í þriðja sæti deildarinnar.

Atli Kristinsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Einar Sverrison, Sverrir Pálsson og Hörður Másson skoruðu 5 mörk hver, Jóhannes Snær Eiríksson og Atli Hjörvar Einarsson skoruðu 4 mörk, Magnús Már Magnússon skoraði 3 mörk, Andri Hrafn Hallsson skoraði 2 mörk, Ómar Ingi Magnússon og Árni Felix Gíslason 1 mark hvor. Sverrir Andrésson varði 15 skot og Bogi Pétur varði 3 skot.

Selfoss situr hjá í næstu umferð en næsti leikur liðsins er föstudaginn 7. febrúar á útivelli á móti Gróttu.

Mynd: Atli Kristinsson /Myndina tók Eyjólfur Garðarson/Sport.is á leik Gróttu-Selfoss fyrr í vetur.

Tags: