Stórsigur á Þrótti

Stórsigur á Þrótti

Meistaraflokkur karla sigraði Þrótt nokkuð auðveldlega í síðasta leik deildarinnar. Selfoss byrjaði leikinn strax af krafti og voru komnir með góða forystu í upphafi leiks. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum, var staðan 14-5 fyrir Selfoss. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-10 fyrir heimamenn. Eftir hlé hélst forskotið átta til tíu mörk lengst af en í lokin gáfu okkar menn í og náðu að sigra Þrótt, 38-24. Öruggur sigur sem gefur vonandi góðan meðbyr í komandi átök.

Markaskorun: Sverrir Pálsson 8 mörk, Matthías Örn 5 mörk, Ómar Vignir og Jóhann Erlingsson 4 mörk hvor, Hergeir Grímsson, Egidijus Mikalonis og Árni Guðmundsson 3 mörk hver, Guðjón Ágústsson, Alexander Már og Árni Geir 2 mörk hver, Gunnar Páll og Jóhannes Snær 1 mark hvor.

Nú hefst umspil um laust sæti í Olís deildinni næsta tímabil. Það hefur verið ljóst nokkuð lengi að Selfoss mun mæta liði Fjölnis og fer fyrsti leikur liðanna fram föstudaginn 10. apríl. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvoginum og hefst klukkan 19:30. Leikur númer tvö fer fram í Vallaskóla, mánudaginn 13. apríl klukkan 19:30. Ef þriðja leikinn þarf til að knýja fram úrslit fer hann fram miðvikudaginn 15. apríl. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki er komið í úrslitaleikina og spilar um laust sæti í Olís deildinni.

Mynd: Sverrir Pálsson að skora eitt af átta mörkum sínum í leiknum. Jóhannes Ásgeir Eiríksson var á leiknum og tók fullt af flottum myndum sem má finna hér.