Stórsigur hjá 4. flokki karla

Stórsigur hjá 4. flokki karla

4. flokkur karla mætti ÍR2 í bikarkeppni 4. flokks í gær. Um afar ójafnan leik var að ræða og fór svo að lokum að Selfoss vann 36 marka sigur, 4-40. Leikurinn var aldrei spennandi og leiddi Selfoss 16-0 eftir 15 mínútna leik. Hálfleiksstaðan var 2-23 fyrir Selfoss og hafði liðið þá skorað úr öllum 23 skotum sínum í hálfleiknum.

Allir 13 útileikmenn liðsins skoruðu í leiknum en Selfossliðið mætti vel innstillt í leikinn og ætlar sér greinilega enn lengra í bikarnum. 

Næstu leikir hjá 4. flokki eru:
Fimmtudagur 22. nóv: Selfoss – Fram kl. 20:00 (97)
Sunnudagur 25. nóv: Selfoss – Fjölnir kl. 16:00 (98)

Við hvetjum fólk eindregið til að mæta á völlinn.