Stórsigur Selfyssinga gegn Fjölni

Stórsigur Selfyssinga gegn Fjölni

Selfoss fékk Fjölni í heimsókn í Olís deild kvenna í gær. Selfoss hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi í hálfleik 20-8. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og urðu lokatölur 39-22.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 9 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 7, Kara Rún Árnadóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 5, Elena Elísabet Birgisdóttir 4 og Adina Ghidoarca, Hildur Öder Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar 3 mörk.

Eftir leikinn er Selfoss í sjöunda sæti með 20 stig aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni sem er sæti ofar. Liðið sækir nágranna okkar í Fylki heim í Fylkishöllina á laugardag kl. 16:00.

Fjölnisstelpur réðu ekkert við Hrafnhildi Hönnu í leiknum á sunnudag.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson