Stórt tap gegn Haukum

Stórt tap gegn Haukum

Stelpurnar lágu fyrir Haukum í kvöld, 33-20 á Ásvöllum í Hafnarfirði

Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks sigu Haukastúlkur fram úr og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. Seinni hálfleikur var ekki góður hjá stelpunum en þær töpuðu yfir 25 boltum í leiknum, því fór sem fór og 13 marka tap staðreynd, 33-20.

Mörk Selfoss:  Perla Ruth Albertsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Sarah Boye Sörensen skoruðu 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10 (24%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur er heimaleikur gegn ÍBV hér heima í Hleðsluhöllinni á laugardaginn kl 15. Þetta er jafnframt síðasti leikur 2. umferðar en eftir er að draga í 3. umferð.
____________________________________
Mynd: Perla Ruth var markahæst með sex mörk.
Umf. Selfoss / JÁE