Stórt tap gegn ÍR í Hleðsluhöllinni

Stórt tap gegn ÍR í Hleðsluhöllinni

Stelpurnar töpuðu stórt gegn ÍR-ingum þegar liðin mættust í Grill 66 deild kvenna í Hleðsluhöllinni í dag.

Leikurinn var jafn fyrstu mínútur leiksins og var staðan 4-4 eftir um átta mínútna leik. Síðan skildu að leiðir og við tók slæmur kafli Selfyssinga. Staðan varð fljótt 5-12 fyrir gestunum og voru hálfleikstölur 6-16. Seinni hálfleikur bauð ekki upp á mikla spennu og Selfoss sá aldrei til sólar. Lokatölur 16-31.

Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 8/4,  Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 2 (13%) og Lena Ósk Jónsdóttir 2 (10%).

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn HK U í Hleðsluhöllinni eftir viku, í þráðbeinni á SelfossTV.


Mynd: Elínborg Katla var markahæst í dag með átta mörk.
Umf. Selfoss / GK