Strákarnir af stað á ný

Strákarnir af stað á ný

Keppni í 1. deild karla hefst að nýju í kvöld þegar strákarnir okkar sækja ÍH heim í Hafnarfjörðinn og hefst leikurinn kl. 20:00 í Kaplakrika.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með strákunum nú að loknu jólaleyfi og EM en á seinustu dögum hafa þrír öflugir leikmenn tilkynnt félagaskipti í Selfoss. Það eru þeir Gunnar Páll Júlíusson og Atli Kristinsson sem koma frá Mílan og Þórir Ólafsson fyrrum atvinnumaður sem lék síðast með Stjörnunni.

Í samtali við vefmiðilinn Sunnlenska.is var Atli í engum vafa að að hann væri kominn aftur í Selfoss til að hjálpa liðinu upp í Olís-deildina.

Atli er markahæsti leikmaður 1. deildar en hann lék með Mílan fyrir áramót.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE

Tags: