Strákarnir í 4. flokki deildarmeistarar

Strákarnir í 4. flokki deildarmeistarar

Strákarnir á eldra ári í 4. flokki (fæddir 2001) tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Fram um sl. helgi. Þetta er fimmta árið í röð sem Selfoss verður meistari í þessu aldursflokki en þessi sami flokkur var einnig í toppbaráttu Norden Cup um sl. áramót.

Gífurlega öflugir drengir sem gefa Selfyssingum góð fyrirheit um bjarta framtíð handboltans.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss