Strákarnir leika til úrslita í Höllinni

Strákarnir leika til úrslita í Höllinni

Strákarnir í 3 fl. karla unnu um helgina undanúrslitaleik í bikarkeppninni og eru því komnir í úrslitaleikinn sem verður spilaður sunnudaginn 2. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni, á móti Fram.   

Strákarnir unnu mjög gott lið Hauka 19-21 eftir að staðan í hálfleik var 9-10 fyrir Selfoss. Liðið spilaði frábæran varnarleik og fékk mjög góða markvörslu fyrir vikið. Sóknarleikurinn gekk líka vel en markvörður Hauka átti stórleik í markinu og kom í veg fyrir að mörk Selfyssinga voru fleiri.  Fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar og strákarnir vel að þessum sigri komnir.  Ekki má gleyma að minnast á allan þann fjölda Selfyssinga sem mætti á leikinn og hvatti sína menn áfram. Vilja leikmenn og allir í kringum liðið þakka áhorfendum fyrir þeirra hlut.  

Sjáumst í Höllinni!!

Þó að myndin sem Tinna Soffía Traustadóttir tók nái ekki fullkomnum fókus þá nær hún vel sigurgleði strákanna eftir leikinn.

 

Tags: