Strákarnir mæta Stjörnunni í bikarnum

Strákarnir mæta Stjörnunni í bikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit í Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag. Meistaraflokkur karla var fulltrúi okkar Selfyssinga í pottinum, en meistaraflokkur kvenna og frændur vorir í ÍF Mílan féllu úr leik í síðustu umferð.

Strákarnir munu heimsækja Stjörnuna í Garðabæ.  Leikurinn mun fara fram í kringum 6. febrúar.  Leiktíminn mun skýrast nánar á næstu dögum og munum við auglýsa leikinn vel þegar nær dregur.

Bikardrátturinn í heild leit svona út:

8-liða úrslit Coca Cola bikars karla:

  • Stjarnan – Selfoss
  • Haukar – Fjölnir
  • Afturelding – ÍR
  • ÍBV – FH

8-liða úrslit Coca Cola bikars kvenna:

  • Fjölnir – Haukar 
  • HK – Fram
  • ÍR – KA/Þór
  • FH – Valur