Strákarnir úr leik í bikarnum

Strákarnir úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir fimm marka ósigur gegn Fjölni á útivelli í gær.

Strákarnir fengu óskabyrjun og var staðan 1-7 eftir tíu mínútna leik en þá var eins og allur vindur væri úr okkar mönnum og komust Fjölnismenn yfir rétt fyrir hálfleik 14-13. Fjölnir hafði undirtökin í leiknum allan seinni hálfleik og þrátt fyrir að Selfoss minnkaði muninn í tvö mörk á lokakaflanum voru Fjölnismenn sterkari og unnu 29-24.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

 

Tags:
,