
17 sep Strákunum spáð sæti í umspili

Árleg spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í Olísdeildunum og 1. deild í handbolta var birt í gær.
Selfoss er spáð tíunda sæti í Olísdeild kvenna en átta liða úrslitakeppni fer fram í vor að lokinni deildarkeppninni.
Í 1. deild karla er Selfoss spáð öðru sæti rétt á eftir Víkingi. Eitt lið fer beint upp úr 1. deildinni en liðin í sætum tvö til fimm munu berjast um hitt sætið í úrvalsdeild á næstu leiktíð.