Sveinn Aron til Selfoss

Sveinn Aron til Selfoss

Hægri hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson er genginn til raðir Selfoss. Sveinn, sem er 27 ára gamall, er reynslumikill og hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Íslands.  Hann er uppalinn á Hlíðarenda en lék einnig með Aftureldingu um skeið. 

Handknattleiksdeild Selfoss býður Svein Aron velkominn til Selfoss og ljóst að hann mun verða góð viðbót í hópinn í komandi átökum í Olísdeildinni í vetur.

Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG