Svekkjandi tap í Eyjum

Svekkjandi tap í Eyjum

Selfoss tapaði 25-21 þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en góður kafli Selfyssinga fleytti þeim í hálfleikinn með fjögurra marka forskoti, 9-13.

ÍBV byrjaði hins vegar mun betur í seinni hálfleik og náðu þær að jafna fljótt í 15-15. Jafnræði hélst með liðunum en á lokakaflanum náði ÍBV yfirhöndinni og landaði fjögurra marka sigri, 25-21.

Stelpurnar áfram á botni deildarinnar með eitt stig, en það er nóg eftir af tímabilinu og næsti deildarleikur er gegn Fram eftir viku, 6.nóv í Safamýrinni. Næsti leikur er hins vegar í bikarkeppninni gegn Fjölni í Dalhúsum, föstudaginn 1.nóv kl 20:00

 

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4/1, Rakel Guðjónsdóttir 3, Sarah Boye 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 11 (30%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is,og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
____________________________________

Mynd: Perla Ruth var markahæst í kvöld með sex mörk.
Umf. Selfoss / JÁE