Tap eftir góðan fyrri hálfleik

Tap eftir góðan fyrri hálfleik

Stelpurnar tóku á móti Eyjastúlkum nú í dag í síðasta leik annarar umferðar Olísdeildar kvenna.

Selfoss var betri aðilinn í fyrri hálfleik og sýndu stelpurnar flotta takta, bæði í vörn og sókn. Selfoss leiddi í hálfleik 14-11. Þær náðu ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik eftir og Eyjastúlkur hrukku í gang, þá sérstaklega varnarlega. Selfoss skoraði aðeins fjögur mörk í seinni hálfleik og þar af aðeins eitt mark síðustu 20 mínútur leiksins. Lokatölur urðu 18-24 ÍBV í vil.

Mörk Selfoss:  Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Sarah Boye 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 19 (44%).

Nánar er fjallað um leikinn á Rúv.is og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Þriðja umferð deildarinnar hefst nú í byrjun febrúar og verður raðað niður í hana á næstu dögum.
____________________________________
Mynd: Harpa Brynjars var markahæst með sex mörk.
Umf. Selfoss / JÁE