Tap gegn Aftureldingu

Tap gegn Aftureldingu

Á sunnudaginn tóku strákarnir á móti Aftureldingu í heldur fjörugri leik í SET höllinni. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að halda forystunni, staðan var 14-14 í hálfleik. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn betur og héldu frumkvæðinu allt til loka leiks, þrátt fyrir hetjulega tilraun Selfyssinga á lokamínútunum. Lokatölur 24-26.

Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson var markahæstur með 6 mörk, Hergeir Grímsson og Alexander Egan skoruðu 4 mörk hvor. Richard Sæþór Sigurðsson skoraði 3 mörk, Einar Sverrisson og Ísak Gústafsson 2 mörk hvor og þeir Elvar Elí Hallgrímsson og Karolis Stropus með sitt markið hvor.

Varin skot: Vilius Rasimas varði 17 skot (42%) í marki Selfoss.

Selfoss er því í 9. sæti deildarinnar með tvö stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur er gegn Jeruzalem Ormož í Evrópukeppninni laugardaginn næstkomandi kl 19:30. Upphitun hefst í Selinu kl 18:00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, þjálfarafund o.fl.


Ragnar Jóhannsson var markahæstur í kvöld með 6 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ