Tap gegn Gróttu

Tap gegn Gróttu

Stelpurnar töpuðu með sjö mörkum á Selttjarnarnesi á laugardaginn s.l. þar sem þær mættu Gróttu í fimmtu umferð Grill 66 deild kvenna, lokatölur 35-28.

Grótta komst í 7-3 í upphafi leiks en Selfoss náði að minnka muninn í 10-8 um miðjan fyrri hálfleikinn. Grótta jók forskotið fyrir leikhlé og var staðan 19-14 í hálfleik. Grótta hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og Selfyssingar komust aldrei inn í leikinn. Lokatölur 35-28.

Mörk Selfoss: Lara Zidek 10, Agnes Sigurðardóttir 6, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.

Selfoss situr því áfram í 9. sæti deildarinnar með tvö stig. Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Aftureldingu í Hleðsluhöllinni þann 7. febrúar n.k.


Mynd: Elín Krista skoraði fimm mörk gegn Gróttu
Umf. Selfoss / ÁÞG