Tap gegn Haukum

Tap gegn Haukum

Selfossstelpur mættu liði Hauka í íþróttahúsi Vallaskóla í dag.  Í fyrri leik þessara liða í haust hafði Selfoss sigur á útivelli 24-26, síðan hafa Haukar styrkt lið sitt nokkuð.

Haukastelpur byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt 1-4 forystu en Selfoss náði að jafna 5-5.  Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og leiddu Selfossstelpur í leikhléi 15-14.

Síðari hálfleikur byrjaði verulega illa og keyrðu Haukar upp hraðann og náðu auðveldum mörkum þar sem vörn og þ.a.l. markvarsla var ekki að skila sínu.  Selfoss náði þó að minnka muninn í 19-21 en þá kom annar slæmur kafli hjá heimastúlkum og Haukar komnir með fimm marka forystu 22-27 þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum, þann mun náðu stelpurnar ekki að brúa og 29-33 tap staðreynd.

Þrátt fyrir þetta tap er óhætt að segja að liðið lítur mjög vel út, nýr leikmaður Steinunn Hansdóttir stóð sig mjög vel og styrkir liðið mikið og eykur gæði þess, Kristrún átti verulega góðan leik í dag og Hrafnhildur Hanna var drjúg venju samkvæmt.

Gaman verður að sjá framhaldið hjá liðinu enda ljóst þrátt fyrir þetta tap að liðið er á réttri leið og á án efa eftir að klifra upp töfluna í næstu leikjum en næsti leikur er útileikur gegn KA/Þór næsta laugardag.

Markaskorun:
Kristrún 8
Hanna 8
Steinunn 4
Adina 4
Carmen 3
Perla 2

Markvarsla:
Áslaug varði 3 skot í fyrri hálfleik
Katrín varði 5 skot í seinni hálfleik

MM
JÁE (mynd)