Tap gegn Haukum í Hafnarfirði

Tap gegn Haukum í Hafnarfirði

Stelpurnar töpuðu gegn Haukum á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í kvöld, 27-20.

Haukar náðu fljótt frumkvæði í leiknum, Selfoss náði hins vegar fínum kafli um miðbik fyrri hálfleiks og komst yfir, 7-8. Lengra náði það ekki og Haukar komust aftur yfir, staðan í hálfleik 15-11. Selfoss voru slakar í upphafi seinni hálfleiks, Haukar sóttu stíft á og var fljótlega komið sjö mörkum yfir 20-13. Selfoss náði að minnka muninn en það dugði skamm. Lokatölur 27-20 Haukum í vil.

Selfoss er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 4 stig og aðeins fimm leikir eftir í deildinni.

Mörk Selfoss:  Hulda Dís Þrastardóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Carmen Palamariu 3, Sarah Boye 3/1,  Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3/1, Katla María Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 13 (33%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Framundan er bikarverkefni, bæði hjá meistaraflokki kvenna og karla. Stelpurnar taka á móti Fram og strákarni á móti Val.
____________________________________
Mynd: Perla Ruth var markahæst með 5 mörk í 5 skotum.
Umf. Selfoss / JÁE