Tap gegn Haukum

Tap gegn Haukum

Selfoss þurfti að láta í minni pokann þegar Haukar komu í heimsókn í Vallaskóla í Olísdeildinni á laugardag en lokatölur urðu 16-20. Stelpurnar áttu í fullu tré við gestina stóran hluta fyrri hálfleiks en eftir fimm Haukamörk í röð undir lok hálfleiksins var staðan í hálfleik 6-10. Í þeim síðari var leikurinn ennþá jafnari og skoruðu bæði lið tíu mörk og fór því þannig að Haukar unnu Selfoss 16-20.

Í liði Selfoss var Kara Rún Árnadóttir markahæst með fimm mörk. Þuríður Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Hildur Øder Einarsdóttir skoruðu 3 mörk hver og Tinna Soffía Traustadóttir 2 mörk. Áslaug Ýr Bragadóttir varði 9 skot í markinu.

Nánari umfjöllun er á Sunnlenska.is.

Mynd: Inga Heiða Heimisdóttir.

Tags: