Tap gegn Íslandsmeisturum

Tap gegn Íslandsmeisturum

Selfossstelpur léku í dag gegn Íslandsmeisturum Gróttu í Olísdeildinni í handbolta. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í fyrra þar sem Grótta hafði öruggan sigur í tveimur leikjum.

Leikurinn í dag var hin prýðilegasta skemmtun og munurinn á liðunum framan af þetta 1-3 mörk, staðan eftir 15  mín t.a.m. 4-6. Í hálfleik var staðan 9-10 og Selfoss að standa vel í meisturunum, sem mátti fyrst og fremst þakka gríðargóðri vörn og markvörslu.

Í upphafi síðari hálfleiks náði Grótta þriggja marka forskoti, 11-14, en Selfoss var inni í leiknum allt fram á 50. mínútu þegar staðan var 17-18, en þá misstum við mann útaf og var þá eins og kraftar væru á þrotum og Grótta refsaði grimmilega og landaði sigri 18-23.

Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 11
Adina Ghidoarca 5
Perla Rut Albertsdóttir 1
Carmen Palamariu 1

Markvarsla:
Áslaug Ýr Bragadóttir stóð í markinu allan leikinn 31%
Katrín Ósk Magnúsdóttir (1/3 víti 33%)

MM

Kristrún Steinþórsdóttir mætti til leiks að nýju eftir erfið meiðsli.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson