Tap gegn Val

Tap gegn Val

Selfyssingar tóku á móti Völsurum í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra byrjun töpuðu strákarnir með fimm mörkum, 26-31.

Selfoss byrjaði mun betur í leiknum og voru búnir að skora fjögur mörk gegn engu hjá Val. Staðan var fljótlega orðin 9-2 og allt stefndi í magnaðan sigur Selfyssinga. Valsmenn voru ekki á sama máli og komu sér aftur inn í leikinn með hjálp Selfyssinga. Staðan var orðin 12-12 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og var staðan 15-15 þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik. Leikurinn var í járnum allt þar til í stöðunni 21-21, en þá skoruðu Valsmenn fimm mörk í röð. Selfyssingar náðu aldrei að brúa þennan mikla mun og lokatölur 26-31 fyrir Val.

Mörk: Guðjón Baldur Ómarsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 6, Einar Sverrisson 5, Hergeir Grímsson 4/2, Nökkvi Dan Elliðason 3, Ragnar Jóhannsson 1, Gunnar Flosi Grétarsson 1

Varin skot: Vilius Rasimas 14 (30%)

Selfoss situr nú í 6. sæti deildarinnar. Næsti leikur er á sunnudaginn, 9. feb, klukkan 16:00 í Höllinni á Akureyri.


Guðjón Baldur var markahæstur ásamt Atla Ævari með sex mörk.
Umf. Selfoss / SÁ