Tap hjá Selfoss-2

Tap hjá Selfoss-2

Selfoss-2 mætti ÍBV í 2. deildinni í 3. flokki síðastliðinn föstudag í Vallaskóla. Gestirnir frá Vestmannaeyjum voru sterkari í leiknum og sigruðu 35-44.

Jafnt var fyrstu 5 mínútur leiksins en tóku Eyjamenn þá kipp og komust í 7-13. Selfoss náði þá góðum kafla og minnkaði í 15-16 þegar 7 mínútur voru eftir af fyrri hálfleil. Liðið náði ekki að halda út og 18-24 í hálfleik. Í seinni hálfleik var munurinn lengst frá 6-8 mörkum. Lokatölur urðu svo sem áður segir 35-44.

Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur okkar manna ekki sérstakur í leiknum. Þar vantar því miður helling upp á hjá strákunum. Sóknarlega var liðið oft að gera góða hluti þó mistökin hafi verið full mörg