Tap í Hleðsluhöllinni

Tap í Hleðsluhöllinni

Selfoss tapaði gegn Haukum í kvöld með 10 mörkum, 25-35, þegar að liðin mættust í Hleðsluhöllinni.

Jafnræði var á með liðunum í upphafi en um miðbik fyrri hálfleiks skellti Grétar Ari í lás.  Samhliða því fóru dauðafærin að enda í stöng og framhjá og skoraði Selfoss eitt mark síðustu 13 mínútur hálfleiksins og staðan að honum loknum 8-15.  Selfyssingar byrjuðu síðari hálfleik illa og skorðuu Haukarnir fyrstu þrjú mörkin. Eftir það má segja að leikurinn hafi fjarað út og kláruðu yngri strákarnir leikinn með sóma.  Lokatölur 25-35

Mörk Selfoss: Tryggvi Þórisson 5, Daníel Karl Gunnarsson 5, Einar Sverrisson 4/2, Haukur Þrastarson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Egan 1, Hergeir Grímsson 1

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 8 (27%) og Einar Baldvin Baldvinsson 7 (33%).

Selfoss er því áfram í 5. sæti Olísdeildarinnar með 25 stig, tveimur sigum á eftir Haukum og Aftureldingu. 


Tryggvi Þórisson átti góðan leik bæði í sókn og vörn í kvöld.
Umf. Selfoss / JÁE