Tap í Kórnum í fyrsta leik

Tap í Kórnum í fyrsta leik

Stelpurnar hófu leik í Grill 66 deildinni í kvöld þegar þær mættu ungmennaliði HK í Kórnum. Selfoss tapaði með fjórum mörkum, 34-30, í markaleik.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og leiddu fyrstu fimmtán mínútur leiksins. HK-ingar tóku þá völdin og komust yfir og voru með tveggja marka forystu í hálfleik, 14-12. Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik og Selfyssingar gerðu sig aldrei líklega til að gera alvöru atlögu að Kópavogsstúlkunum og þar við sat. Lokatölur 34-30.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 13/3, Lara Zidek 9/1, Ivana Raickovic 3, Thelma Lind Sigurðardóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 1

Varin skot: Henriette Ostergaard 9 (23%) og Lena Ósk Jónsdóttir 1 (20%)

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fram U í safamýrinni eftir viku, sunnudaginn 27. sept kl 15:00.


Mynd: Tinna Sigurrós Traustadóttir var langmarkahæst með 13 mörk í kvöld.
Umf. Selfoss / ESÓ