Tap í Mosfellsbænum

Tap í Mosfellsbænum

Selfyssingar töpuðu gegn Aftureldingu með tveimur mörkum þegar liðin mættust í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöldið.

Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínúturnar en síðan tóku Mosfellingar við sér og skoruðu og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 14-12.

Selfyssingar eltu allan seinni hálfleikinn, þeir náðu að jafna 16-16 og um miðjan seinni hálfleikinn var staðan 19-19.  Selfossliðinu gekk hins vegar illa í sókninni á lokakaflanum og þeir fóru ekki vel með þær mínútur þar sem þeir voru manni fleiri. Lokatölur 26-24.

Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason 7, Atli Ævar Ingólfsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Einar Sverrisson 2, Tryggvi Þórisson 2. Hannes Höskuldsson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 17 (39%).

Næsti leikur strákanna er gegn FH í Hleðsluhöllinni, föstudaginn 2. október kl 19:30.


Mynd: Atli Ævar Ingólfsson skoraði fimm mörk af línunni í leiknum.
Sunnlenska.is / GKS