Tap í síðasta heimaleiknum

Tap í síðasta heimaleiknum

Stelpurnar töpuðu gegn Eyjastúlkum með 9 mörkum, 19-28, þegar liðin mættust í Olísdeildinni í dag.

ÍBV byrjaði leikinn betur og komst 1-4, Selfoss átti síðan góðan kafla og náði forystu. Eyjastúlkur sigu fram úr upp úr miðjum seinni hálfleik og var staðan í hálfleik 9-14, ÍBV í vil. Þær héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleik og náðu mest 12 marka forskoti eftir um 50. mínútna leik. Selfoss náði að saxa það forskot aðeins niður undir lokin en lokastaða 19-28.

Stelpurnar eru því fallnar niður í Grill66-deildina þar sem þær geta ekki náð HK að stigum. Selfoss situr í botnsætinu með 4 stig en HK í næst neðsta með 9 stig.

Mörk Selfoss:  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/4, Sarah Boye 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 5 (20%) og Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (29%)

Fjallað var um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Nú kemur hlé á Olísdeild kvenna og næsti leikur ekki fyrr en laugardaginn 30. mars. Hins vegar eiga strákarnir leik á mánudaginn fyrir norðan gegn KA, leikurinn verður sýndur á KA TV en það er alltaf gaman að skella sér norður.
____________________________________
Mynd: Harpa átti fínan leik í dag, með 3 mörk og 5 brotin fríköst.
Umf. Selfoss / JÁE