Teitur endar markahæstur í deildinni

Teitur endar markahæstur í deildinni

Teitur Örn Einarsson endar sem markakóngur Olísdeildar karla 2018 en hann skoraði 159 mörk í 22 leikjum, að meðaltali 7,23 mörk í leik.

Á eftir honum kemur Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson með 154 mörk og síðan eru þeir Einar Rafn Eiðsson, Hákon Daði Styrmisson og Óðinn Þór Ríkharðsson, allir með 137 mörk.