Teitur Örn æfir með U-18

Teitur Örn æfir með U-18

Hægri skyttan Teitur Örn Einarsson er í 22 manna hópi U18 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga 9.-12. júní nk. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst. Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Guðmundsson og Kristján Arason.