Þjálfaraskipti hjá Selfyssingum

Þjálfaraskipti hjá Selfyssingum

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss hefur frá og með deginum í dag sagt upp samningi við Zoran Ivic og Sebastian Alexanderson sem þjálfað hafa Olísdeildarlið kvenna hjá Selfoss frá vordögum 2016.  Uppsögn tekur þegar gildi.

Um leið og þeim eru þökkuð fyrir ágæt störf fyrir handknattleiksdeild Selfoss tilkynnist það að við liðinu munu taka þeir Grímur Hergeirsson og Árni Steinn Steinþórsson og hefja þeir störf í dag.

Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss,
Magnús Matthíasson formaður

Tags: