Þórir á EM í Danmörku

Þórir á EM í Danmörku

Selfyssingurinn eiga að sjálfsögðu sinn fulltrúa í landsliðshópi Íslands á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Það er hornamaðurinn Þórir Ólafsson en hann er að nálgast 100. landsleik sinn fyrir Ísland og má búast við að hlutverk hans verði stórt á EM í Danmörku enda drengurinn í fantagóðu formi.

Það vekur athygli hversu flotta tækni Þórir býr yfir og eru mörk hans afar glæsileg, hann býr yfir gríðarlegri flottri skottækni og aðdáunarvert að sjá hann smyrja knettinum upp í vinkilinn fjær.

Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik.

Í samtali við Vísi.is eftir leikinn gegn Noregi sagði Þórir „Það hefur verið gríðarleg einbeiting hjá okkur frá fyrsta degi og virkilega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það eru allir virkilega vel stemmdir og klárir á sínum hlutverkum.“

Selfyssingar, eins og aðrir landsmenn, fylgjast spenntir með landsliðinu og ungir iðkendur í handboltanum koma saman í félagsheimilinu Tíbrá til að fylgjast með leikjum liðsins. Þar skapast oft mikil stemmning.

Íslenska landsliðshópinn má sjá í frétt Sunnlenska.is.

Þórir Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Handbolti.org