Þrír leikmenn skrifuðu undir samning

Þrír leikmenn skrifuðu undir samning

Í sumar skrifuðu þrír leikmanna Selfoss undir áframhaldandi samning við félagið. Þetta eru þær Kara Rún Árnadóttir, Þuríður Guðjónsdóttir og Carmen Palamariu sem allar eru mikilvægir leikmenn í liðinu. Auk þess er Þuríður ein af efnilegri unglingalandsliðskonum okkar.

Keppni á Íslandsmótinu hófst í gær en stelpurnar spila fyrsta leik sinn í Olísdeildinni þetta keppnistímabil á heimavelli í íþróttahúsi Vallaskóla gegn KA/Þór kl. 13:30. Við hvetjum alla til að mæta á pallana og hvetja stelpurnar til sigurs.