Þrír Selfyssingar til Danmerkur

Þrír Selfyssingar til Danmerkur

Þrír Selfyssingar eru í U-18 ára landsliði karla sem leikur þrjá æfingaleiki við Dani í Danmörku dagana 4.-6. apríl. Þetta eru nýkrýndu bikarmeistararnir Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Ómar Ingi Magnússon. Þjálfari liðsins er Selfyssingurinn Einar Guðmundsson.

Við óskum strákunum til hamingju og góðs gengis í Danmörku.

Tags:
,