Þrír Selfyssingar til Þýskalands

Þrír Selfyssingar til Þýskalands

Þrír Selfyssingar, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Guðjón Ágústsson, hafa verið valdir í U-19 ára landslið pilta sem tekur þátt í Sparkassen-cup í Mertzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs.

Hópurinn kemur saman til æfinga dagana 20.-22.desember og er fyrsta æfing í Kaplakrika sunnudaginn 21. desember kl 10:00.

Lagt verður af stað til Þýskalands að morgni annars í jólum (26. desember) og komið heim aftur að kvöldi 30. desember.

Leikjaplan Sparkassen Cup

 

 

 

Tags:
, ,