
15 sep Þrjár framlengja

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Elena Birgisdóttir og Sigrún Arna Brynjarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.
Mikill fengur í þessum öflugu handboltastelpum fyrir deildina og sérstaklega ánægjulegt að þær skuli heita félaginu tryggð sína. Þetta mun án efa auðvelda deildinni og stúlkunum að ná markmiðum sínum í vetur og hinn næsta.
MM
Sigrún, Hanna og Elena skrifuðu undir samning í íþróttahúsinu.