Þungur róður á Nesinu

Þungur róður á Nesinu

Stelpurnar okkar mætti Gróttu öðru sinni á fjórum dögum þegar liðin mættust á laugardag en að þessu sinni í Olís-deildinni á heimavelli Gróttu.

Selfoss var að elta Gróttu allan leikinn en tvisvar náðu þær að jafna eftir að hafa lent tveim mörkum undir og var staðan 7-7 eftir korter. Þá stungu heimastúlkur af og var staðan í hálfleik 16-9. Í upphafi seinnj hálfleiks syrti enn í álinn og náði Grótta átta marka forskoti 21-13. Selfoss klóraði í bakkann og urðu lokatölur 28-23.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 11 mörk, Adina Ghidoarca skoraði 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Thelma Sif Kristjánsdóttir 2 og Elena Elísabet Birgisdóttir, Kristrún Steinþórsdóttir og Steinunn Hansdóttir skoruðu eitt mark hver.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is auk þess sem viðtal við Sebastian þjálfara liðsins má finna á vefnum FimmEinn.is.

Selfoss er sem fyrr í 7. sæti Olís-deildarinnar með 20 stig og tekur á móti Aftureldingu í næstu umferð, laugardaginn 20. febrúar kl. 14:00.

Hrafnhildur Hanna var langatkvæðamest Selfyssinga og skoraði nærri helming marka liðsins.
Ljósmynd: FimmEinn.is/Eyjólfur Garðarsson