Janus Daði tekur við handboltaskólanum

Janus Daði tekur við handboltaskólanum

Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var. Í þeirra stað kemur Selfyssingurinn Janus Daði Smárason, landsliðsmaður og atvinnumaður í handbolta. Sú skipting er ekki af verri endanum og hvet ég sem flesta til að mæta á námskeiðið, hægt að skrá sig á selfosshandboltaskoli@gmail.com eða bara með því að mæta á staðinn. Nokkrum umsóknum hefur enn ekki verið svarað, það verður klárað fljótlega, en það komast allir að sem vilja.

Ps. fólk er beðið að fylgjast vel með áfram þar sem íþróttahúsamálin eru ekki enn komin á hreint, en Iða verður líklega ekki tilbúin á tilsettum tíma, en námskeiðið átti að vera þar. Það verður allt tilkynnt um leið og það er hægt.