Tinna með 16 mörk í sex marka sigri

Tinna með 16 mörk í sex marka sigri

Selfoss vann öruggan sex marka sigur á ungmennaliði Vals þegar þau mættust í Set-höllinni á Selfossi í gærkvöldi í 1. deild kvenna í handbolta.

Leikurinn var nokkuð jafn jafn framan af, en Selfyssingar höfðu alltaf frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 16-14. Seinni hálfleikur var eign Selfyssinga, en stelpurnar náðu mest sjö marka forskoti um miðjan seinni hálfleik. Þær gáfu aðeins eftir og náðu Valsstúlkur að minnka muninn niður í þrjú mörk en lengra komust þær ekki og niðurstaðan 38-32 marka sigur Selfyssinga.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 16 mörk. Tinna Soffía Traustadóttir skoraði 9 mörk, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 5 mörk, Inga Sól Björnsdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir 3 og Kristín Una Hólmarsdóttir 2.

Varin skot: Mina Mandic og Dröfn Sveinsdóttir vörðu vel í marki Selfoss.

Selfyssingar fara því inn í jólafríið í 2. sæti deildarinnar með 15 stig.


Mynd: Tinna var atkvæðamikil í leiknum með 16 mörk og fjölda stoðsendinga.
Umf. Selfoss / SÁ