Tinna Soffía framlengir

Tinna Soffía framlengir

Línumaðurinn og varnarjaxlinn Tinna Soffía Traustadóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Tinna var einn af lykilmönnum Selfossliðsins í vetur bæði varnar- og sóknarlega en hún tók skóna af hillunni fyrir tímabilið eftir sex ára fjarveru. Þess má geta að Tinna Soffía var valin varnarmaður ársins í Grill 66 deild kvenna á lokahófi HSÍ sem haldið var í síðustu viku.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Tinna skuli halda áfram og taka slaginn með liðinu í Olísdeildinni.