Tinna Soffía skrifar undir nýjan samning

Tinna Soffía skrifar undir nýjan samning

Tinna Soffía Traustadóttir hefur samið við Selfoss um áframhaldandi samning til tveggja ára. Tinna Soffía hefur verið einn af burðarásum meistaraflokks kvenna síðan að hann var endurvakinn og hefur hún leikið 40 leiki fyrir Selfoss í efstu deild.

Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Tinnu Soffíu áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.