Tveggja marka sigur fyrir norðan

Tveggja marka sigur fyrir norðan

Selfoss gerði góða ferð norður á Akureyri og sigraði KA með tveimur mörkum, 27-29, í Olísdeildinni í kvöld.

Selfoss byrjaði af miklum krafti og náði fljótt góðu forskoti í leiknum, mestur varð munurinn sjö mörk í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 10-16. KA byrjaði seinni hálfleik vel og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. 17-20. Selfoss komst aftur í sex marka forystu, 20-26 en KA komu aftur til baka og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Nær komst KA ekki og lokatölur urðu 27-29.

Liðið er því í áfram í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, stigi á eftir Haukum.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 8/3, Elvar Örn Jónsson 8/3, Árni Steinn Steinþórsson 5, Guðni Ingvarsson 3, Haukur Þrastarson 3, Alexander Már Egan 2

Varin skot: Pawel Kiepulski 6 (26%) og Sölvi Ólafsson 5 (33%)

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.isSunnlenska.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur er gegn Haukum heima eftir viku.


Mynd: Hergeir Grímsson átti góðan leik í kvöld með 8 mörk.