Tveggja marka tap gegn HK

Tveggja marka tap gegn HK

Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrir HK með tveimur mörkum, 27-25, þegar að liðin mættust í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í gær. Leikurinn var jafn allan tíman en HK leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Selfoss komst yfir í fyrsta og eina skipti í upphafi síðari hálfleiks en náðu ekki að fylgja því eftir og tveggja marka tap staðreynd gegn sprækum HK stelpum í hörkuleik.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Sarah Boye 3, Agnes Sigurðardóttir 1, Carmen Palamariu 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 4 og Áslaug Ýr Bragadóttir 4.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Selfoss er því í 7.sæti með 1 stig að loknum þremur umferðum í Olísdeildinni. Næsti leikur er hér heima gegn KA/Þór, föstudaginn 12.október n.k.

____________________________________________
Mynd: Perla Ruth var markahæst með 8 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE