Tveir Selfyssingar æfa með landsliðinu

Tveir Selfyssingar æfa með landsliðinu

Þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru í æfingahóp sem Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið og mun æfa saman 6.-8. janúar. Einungis eru valdir leikmenn sem spila hér á landi.

Hópurinn er nokkuð blandaður af leikmönnum sem hafa verið í landsliðinu og leikmönnum sem ekki hafa fengið mörg tækifæri. Í hópnum er einnig Selfyssingurinn Elena Elísabet Birgisdóttir leikmaður Stjörnunnar.