Tveir Selfyssingar með landsliðinu til Sviss

Tveir Selfyssingar með landsliðinu til Sviss

Tveir Selfyssingar eru í landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Sviss í annarri umferð undankeppni EM 2016. Þetta eru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Steinunn Hansdóttir.

Liðið heldur utan til Sviss og dvelur við æfingar frá 7. mars fram að fyrri leiknum þann 10. mars. Síðari leikurinn fer fram á Íslandi 13. mars.

Leikirnir eru:
Sviss – Ísland 10. mars kl. 19:00 í Siggenthal Station, Sviss
Ísland – Sviss 13. mars kl. 16:30 í  Schenkerhöllinni, Hafnarfirði

Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma.