Tveir stórsigrar gegn Val í 4. flokki

Tveir stórsigrar gegn Val í 4. flokki

Bæði liðin í 4. flokki karla mættu Val á sunnudag. 98 liðið reið á vaðið og vann 10 marka sigur 27-17. 97 fylgdi í kjölfarið og vann 30-16. Í báðum leikjum var Selfoss mikið sterkara liðið strax frá upphafi og sigrarnir sannfærandi.

98 liðið komst í 5-1 og var með leikinn algjörlega í hendi sér. Liðið lék góðan varnarleik og var 14-7 yfir í hálfleik. Hefðu Selfyssingar þó hæglega getað verið meira yfir en það. Í seinni hálfleik komst Selfoss mest 12 mörkum yfir en lokatölur urðu 27-17 sigur.

Fínn leikur heilt yfir. Strákarnir kláruðu dæmið strax. Þeir voru grimmir í leiknum og vel með á nótunum. Í sóknarleiknum leystu þeir t.d. þær fjölmörgu aðferðir sem Valsmenn reyndu í leiknum til að stöðva strákana.

97 liðið komst einnig 5-1 yfir. Valsmenn reyndar minnkuðu forskotið í 6-4 en eftir það bætti Selfoss jafnt og þétt við forskotið út hálfleikinn. Hálfleikstölur voru 16-8 og seinni hálfleikur nokkuð svipaður og sá fyrri. Leiknum lauk svo með 14 marka sigri.

Varnarleikurinn hjá Selfyssingum var mjög góður í leiknum. Valsmenn  náðu að koma fáum skotum á mark okkar manna og má í raun segja að gestirnir hafi ekki átt nein svör í leiknum. Sóknarleikur okkar stráka gekk vel og var hraðinn þar meiri en í undanförnum leikjum.

Næsti leikur í 4.  flokki er næstkomandi miðvikudag þegar Selfoss tekur á móti FH á heimavelli í 97. Er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna enda FH eina liðið sem hefur náð að sigra Selfoss í vetur og eru strákarnir ákveðnir í að svara fyrir það.