Tvíhöfði gegn Gróttu á mánudaginn

Tvíhöfði gegn Gróttu á mánudaginn

Mánudaginn næstkomandi verður sannkölluð handboltaveisla, en þá mætast Selfoss og Grótta í meistaraflokki kvenna og karla. Stelpurnar eiga fyrri leikinn kl 18:00 og mæta þær Gróttu í hörkuslag um að halda sér uppi í Olísdeildinni að ári, en Selfoss er nú í 6.sæti með 7 stig en Grótta í 7.sæti með 4 stig. Strákarnir hefja síðan leik kl 20:00 en Grótta er í 9.sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Selfoss er í 3.sæti með 26 stig.

 

Boðið verður upp á Dominos pizzur og almenna gleði. Þjálfarafundur verður í kjallaranum strax eftir kvennaleikinn (fyrir árskortshafa).

Takið daginn frá!

Tags: