Tvíhöfði í bikarnum

Tvíhöfði í bikarnum

Mánudaginn 18. febrúar verður sannkölluð handboltaveisla í Hleðsluhöllinni en Selfossliðin keppa þá í fjórðungsúrslitum Coca Cola-bikarsins.

Stelpurnar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram kl. 18:00 og strákarnir taka síðan á móti Val kl. 20:15. Fyrir sigurvegarann er í boði miði í Laugardalshöllina á bikarhelgi HSÍ, Final Four, í byrjun mars. Miða er hægt að kaupa við innganginn.

Fólki er bent á fésbókarsíðu Selfoss handbolta fyrir frekari upplýsingar.