Tvö dýrmæt stig í vesturbæinn

Tvö dýrmæt stig í vesturbæinn

Selfyssingar töpuðu mikilvægum stigum á móti KR um síðustu helgi en með sigrinum hefði Selfoss getað slitið sig frá liðunum í sætunum fyrir neðan. Okkar strákar vilja greinilega halda spennustiginu í deildinni áfram. Leikurinn var jafn allan tímann og hefði sigurinn getað fallið á hvorn vegin sem var. Leikurinn var jafn og spennandi en í hálfleik leiddu KR-ingar með einu mark,  15-14. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Selfoss í stöðunni 24-24 og hafði tækifæri til að komast yfir en því miður náðu strákarnir ekki að  nýta færin á lokamínútunum og 28-26 sigur vesturbæinga staðreynd. Staðan í deildinni breyttist ekkert eftir þennan leik en Selfoss er áfram í þriðja sæti deildarinnar og KR áfram í því fimmta.

Markaskorun: Hörður Másson 9 mörk, Egill Eiríksson og Alexander Már Egan 4 mörk hvor, Andri Már Sveinsson 3 mörk, Guðjón Ágústsson og Sverrir Pálsson 2 mörk hvor og Ómar Vignir og Matthías Örn með 1 mark hvor.

Ennþá eru tíu stig í pottinum og næsti leikur liðsins er nágrannaslagur Selfoss og Mílan. Sá leikur fer fram föstudaginn 13. mars klukkan 20:00 í Vallaskóla.

Á mynd: Hörður Másson sem skoraði 9 mörk á móti KR /Inga Heiða Heimisdóttir tók myndina.

 

Tags: