U-liðið sótti tvö stig í Dalhús

U-liðið sótti tvö stig í Dalhús

Selfoss U vann góðan sigur í Grill 66 deildinni í gærkvöldi.  Þá mættu þeir Fjölni á þeirra heimavelli í Dalhúsum, Grafarvogi.

Heimamenn náðu frumkvæðinu strax í byrjun, en ungmenna liðið frá Selfossi héldu þó í við þá og jöfnuðu jafnharðann.  Selfyssingum gekk vel á báðum endum vallarins en misstu boltan óþarflega oft og skilaði það Fjölni eins marks forystu í hálfleik, 12-11.  Síðari hálfleikur rann svipað af stað, en eftir átta mínútur tóku Selfyssingar framúr Fjölni og komu sér í þriggja marka forystu, 14-17, á góðum kafla.  Áfram var vörnin mjög góð, en Fjölnismenn náðu þó að minnka muninn.  Selfyssingar sleptu ekki tökum á forystunni og unnu að lokum leikinn, lokatölur 23-24.

Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 7, Gunnar Flosi Grétarsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 17 (42%)

Eftir þessa frábæru liðsframistöðu fær U-liðið smá hvíld, en næsti leikur þeirra verður föstudaginn 19. mars þegar Víkingar koma í Hleðsluhöllina.  Næsti leikur Selfyssinga er hins vegar á föstudaginn þegar meistaraflokkur karla fer í heimsókn til KA.


Mynd: Þeir Gunnar Flosi og Andri Dagur voru markahæstir í gær, með 7 mörk hvor.
Umf. Selfoss / ÁÞG