Undanúrslit í Símabikarnum á föstudag

Undanúrslit í Símabikarnum á föstudag

Á næst komandi föstudag 8 mars klukkan 17:15 mun Selfoss spila sinn mikilvægasta leik í þó nokkuð langan tíma. Strákarnir heimsækja þá Laugardashöllina og leika við ÍR í undanúrslitum í Símabikarnum. Á eftir þeim leik fer svo fram undanúrslitaleikur Akureyri og  Stjörnunar.

ÍR er með gífurlega vel mannað lið sem situr sem fastast í 4 sætinu í N1-deildinni. Liðið stefnir því hraðbyrði í úrslitakeppnina í vor. ÍR lék með Selfossi í fyrstu deildinni í fyrra hinsvegar komu margir ÍR-ingar á heimaslóðir eftir að þeir tryggðu sér sæti í N1-deildinni. Þar ber hæst að nefna Sturla Ásgeirsson sem hefur skorað 113 mörk í 17 leikjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson sem hefur skorað 96 mörk í 17 leikjum. Ingimundur Ingimundarsson fer svo fyrir varnarleik ÍR-inga en þó skorað 33 mörk í 14 leikjum. Liðið hefur svo einn besta sóknarlínumann á landinu í Jón Heiðari Gunnarssyni sem hefur skorað 44 mörk í 17 leikjum. Í markinu verða svo líklega þeir Kristófer Fannar Guðmundsson og Hermann Þór Marinósson. ÍR hefur því á að skipa gífurlega sterku og reyndu liðið enda 2 silfurdrengir í liðinu. ÍR vann Fylki2 (24-35) og Hauka(24-20) á leiðinni sinni í undanúrslitin.

Selfoss er komið í fyrsta skipti í undanúrslit í bikarnum síðan 2009 þegar Grótta sló okkur eftirminnilega út eftir tvíframlengdan leik. Það eru hinsvegar liðin 20 ár síðan Selfoss lék til úrslita í bikarnum gegn Val. Þá myndaðist gífurlega stemming fyrir leiknum og ferjuðu 25 rútur 1500 manns í bæ sem hafði einungis 4 þúsund manns árið 1993. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt að Selfyssingar mæti og styðji þetta lið af heimastrákum. Selfoss hefur spilað 3 leiki í bikarnum á leið sinni í undanúrslitin. Fyrsta fékk liðið UMFA 2 í Mosfellsbæ sá leikur vannst örugglega 27-40. Næst var það N1-deildar lið Vals og þá vannst sigur 28-27 í æsispennandi leik. Í 8- liða úrslitum var svo komið röðin að Suðurlandsslagnum og var sá leikur varla síðri, en Selfoss vann þó á endanum 27-23. Einar Sverisson hefur verið mikilvægur í þessu bikarævintýri Selfoss með 23 mörk í 3 leikjum. Matthías Örn Halldórsson er næstur með 20 mörk í 3 leikjum. Fyrirliði liðsins Hörður Gunnar Bjarnarson hefur skorað 10 mörk í 3 leikjum. Einar Pétur Pétursson hefur svo einnig skorað 10 mörk í 2 leikjum. Í markinu mun svo Helgi Hlynsson örugglega vera til staðar og vonandi Sverrir Andrésson sem missti af siðasta leik vegna meiðsla á putta.

Það þarf ekki að ítreka það fyrir Selfyssinga að núna er stundin til að mæta! kaupa sér miða á 1000 krónur og ef þú vilt er rútafarið á 1000 krónur algjört gjafaverð! Þetta er mesta fjáröflun Selfoss á árinu og það væri synd fyrir alla iðkendur félagsins, foreldra og handboltaáhugafólk á Selfossi að missa af þessu ævintýri. Með ykkur stuðningi mun liðið komast langt á föstudaginn!

Áfram Selfoss !!